Hvað ef Disney prinsessurnar og hetjurnar þeirra lifðu bara ekki hamingjusöm til ævinloka?
Sögurnar byrja allar eins frekar dapurlegt líf ungra fallegra stúlkna og vondar, bitrar og afbryðissamar eldri konur sem gerir þeim lífið afar leitt og raunasaga stúlknana endar yfirleitt á á sama veg þær sem eru ekki prinsessur verða prinsessur uppgötvaðar af fallegum forríkum prinsi sem þær síðan giftast, flytja með þeim í stórar hallir með fallegum grundum og lifa hamingjusöm til æviloka.
Rakst á þessa frábæru myndaseríu eftir ljósmyndarann Dinu Goldstein en hún ákvað endurstílisera hvernig líf prinsessana gæti hafa orðið í raun ef veikindi, fíkn, stríð eða aðrar kringumstæður sem mannfólkið lendir í en er aldrei fjallað um í ævintýrum.
Myndasyrpan er alger snilld en jafnframt smá töff að horfa á fyrir viðkvæmar sálir.
Smelltu á smámynd og svo aftur til að sjá hana stóra.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.