Þið sem hafið skoðað Alexander McQueen vor 2011 línuna tókuð eflaust eftir sérstökum hárgreiðslum sem módelin voru með…
…Þessar hárgreiðslur minna mig helst á ofið bast.
Það er hárgreiðslumaðurinn Guido Palau sem á heiðurinn að þessu sérstaka lúkki en hann sagði að einhverjar flíkurinar úr nýju línunni minntu hann á strá, svo að hugmyndin að hárinu var sú að komast aftur til náttúrunnar.
Guido sagði að þetta hafi ekki verið auðvelt þó að tæknin sé frekar einföld, bara vefja hárinu saman en til þess að ná því notaði hann hárlengingar á módelin í bland við þeirra eigin hár. Svo voru notaðir 60 brúsar af hárspreyi til að halda herlegheitunum á sínum stað.
Mjög flott runway ‘lúkk’.
Förðunin var svo höfð í lágmarki með þessari greiðslu, alveg ‘clean’andlit og ljós augnskuggi.
Muy bien!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.