Jæja í dag ætla ég að deila með ykkur öðru leyndarmáli. Canva. Það á eftir að breyta lífi ykkar. Ok djók, en það er samt snilld!
Canva er forrit á netinu sem að gerir manni mjög auðvelt að hanna sín eigin plaggöt, boðskort, nafnspjöld, matseðla osfrv. Það er ótrúlegt hvað það er auðvelt og aðgengilegt í þessu forriti.
Hér eru til dæmis boðskort sem ég gerði fyrir 6 ára afmæli eldri stelpunnar minnar.
Ég lét síðan prenta það út í Háskólaprent og borgaði um 1000 krónur fyrir 15 boðskort.
Algjör snilld! Skemmtilegt, persónulegt og þetta þarf ekki að vera flókið.
Það besta er að canva geturu sótt skjalið, plaggatið, kortið osfrv. sem PDF svo það er tilbúið til prentunar á helstu prentstofum landsins og hér er svo hugmyndin okkar að boðskortinu í ár :
Í forritinu er hægt að setja inn sínar eigin myndir en það er líka myndabanki sem fylgir með myndum sem er ókeypis að nota. Svo er einnig hægt að kaupa líka fyrir 1$ hver mynd.
Annars er líka fullt af fríum “límmiðum” og skemmtilegu skrauti, hjörtum, stjörnum, dýrum osfrv. sem er skemmtilegt að skreyta plaggöt eða kort með. Svo fyrir jól og páska td. setja þau alltaf inn nýtt árstíðabundið skraut.
Hér eru svo dæmi um nokkur plaggöt sem ég hef gert í forritinu en td. að prenta út eitt plaggat í A3 (hjá háskólaprent) kostar 750 en svo verður það ódýrara eftir sem maður prentar fleiri.
Að prenta eitt plaggat út í A4 kostar 420 en ef þú prentar út 10 A4 plaggöt kostar það 1.670 en það gerir þá að stykkið er á 167 krónur! Hægt er að senda plaggöt og kort osfrv. í prent inná haskolaprent.is (en auðvitað líka á fleiri prentstofum td. svansprent.is )
Jæja, eftir hverju eru þið að bíða þá? Þetta er tilvalið fyrir jólakortin í ár! Canva.com
Stjórnmálafræðingurinn Emilía Kristín er 25 ára stelpa, fædd og uppalin á Seltjarnarnesi. Hún er í sambúð og móðir tveggja dásamlegra stelpna. Emilía hefur brennandi áhuga á ljósmyndun, hönnun, tísku og barnatísku og elskar allt sem glitrar. Hún er með útlandasýki á háu stigi og er helst með 2-3 utanlandsferðir í kortunum. Uppáhalds staðurinn hennar í Reykjavík er Te&kaffi í Austurstræti og hún elskar Pippó! ✌