Margir þurfa að halda í budduna þessi jólin og eru að reyna finna jólagjafir sem ekki kosta mikið en munu samt slá i gegn
Þetta getur valdið nokkrum heilabrotum svo ég ákvað að koma með nokkrar hugmyndir og vona að þið eigið fleiri skemmtilegar hugmyndir í pokahorninu sem þið viljið deila með okkur!
Hér eru nokkrar hugmyndir sem hafa alltaf reynst mér vel…
1. Málverk eða teikning ( í söstrene Grene og Tiger fást strigar og málning á góðu verði)
2. Falleg ljósmynd í ramma eða jafnvel ljósmynda-“collage” þar sem mörgum myndum er raðað saman í ramma eða jafnvel bara plastaðar. Þetta gefur mikla möguleika og er skemmtilegt (-það er ódýrt og fljótlegt að framkall á hanspetersen.is eða bara kaupa ljósmyndaprentara og gera þetta heima í kvöld. Þú getur alltaf notað prentarann aftur!)
3. Allir sem hafa hæfileikann til að skrifa ljóð eða smásögu geta gert það í fallegt kort eða búið til litla bók og þeir sem treysta sér ekki í það geta gert lista yfir allt það sem þeim líkar, elska eða eru þakklátir fyrir við manneskjuna sem hann/hún er að gefa (-bræðir hjörtu pottþétt)
4.Þau sem hafa tónlistarhæfileika geta spilað/sungið lag/lög og tekið upp og brennt á geisladisk, og þeir sem hafa ekki hæfileikann geta gert persónulegan “mix-disk” með lögum sem minna á viðkomandi eða vekja upp sameiginlegar minningar.
5.Það er hægt að kaupa “pappír” í prentara sem hægt er að þrykkja á föt. Maður getur prentað út mynd og texta og þrykkt á bol, gjöf með húmor -eða bara eitthvað smart.
6.Ef maður er alveg hugmyndasnauður um hvað maður á að gefa ömmum og öfum þá er sniðugt að fá börnin til liðs við sig og búa til dýrindis konfekt og skreyta kassa til að setja konfektið í, það getur enginn verið ósáttur við það… 😉
Jæja… vona að þessar hugmyndir komi einhverjum að notum, þær hafa allar virkað fyrir mig og persónulega finnst mér svona gjafir eftirminnilegastar.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.