Vinkona mín sagði mér frá stórsniðugri ferðasíðu þar sem finna má allar tegundir af ferðalögum fyrir mjög lítinn pening.
Um leið og þú ert komin til London (Manchester og fleiri staða, oftast ódýrast frá London) er hræódýrt að ferðast til Landa eins og Egyptalands, Kenýa, Marakkó og fleiri framandi staða. Svo má líka fá borgarferðir til Parísar, Róm og New York.
Síðan heitir lastminute.com og eins og nafnið gefur til kynna eru þetta ferðir með litlum fyrirvara en það er líka hægt að bóka fram í tímann og það er mjög ódýrt líka. Þessi síða er algjör snilld og ef ég fer út í sumar mun ég frekar panta mér einhverja framandi ferð þar frekar en að borga morðfjár hjá íslenskum ferðaskrifstofum!
Nokkur verðdæmi (öll verð miðast við flug frá London):
- 3 daga ferð til Parísar og gisting á 4 stjörnu hóteli = 30.000 kr. á mann.
- 5 daga ferð til Dubai og gisting á 4 stjörnu hóteli = 80.000 kr. á mann
- 10 daga ferð til Egyptalands með ÖLLU innifalið á 4 stjörnu hóteli = innan við 100.000 kr. á mann!
- 2 vikna ferð til Tyrklands og gisting á 3 stjörnu hóteli = 36.000 kr. á mann!
- 2 Vikna ferð til Kenýu á 4 stjörnu hóteli = 110.000 á mann
Fyrir lúxus-pjattrófur og kreppu-útrásarvíkinga:
- Viku ferð til Rhodos með ÖLLU innifalið á 5 stjörnu hóteli = 70.000 kr. á mann
- Viku ferð til Marokkó og gisting á 5 stjörnu hóteli = 72.000 kr. á mann
- 10 daga ferð til Tælands og gisting á 5 stjörnu hóteli = 140.000 kr. á mann
og möguleikarnir eru eeeendalausir …
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.