Oddvar ætlar að vera með ljósmyndasýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur frá 12 feb og fram til 6 apríl.
Sýningin heitir IKAE & Da boyz og byggir á sætum strákum í einhverskonar IKEA samhengi. Ég fatta ekki alveg lýsinguna á konseptinu en það er bókað að ég fer á þessa sýningu og fæ þannig botn í málið.
Oddvar, sem heitir fullu nafni Oddvar Örn Hjartarson og er fæddur 1977, er þekktastur fyrir samstarf sitt við Pál Óskar og tók m.a myndirnar fyrir Silfursafn söngvarans.
Fyrir utan að vera flottur ljósmyndari er Oddvar jafnframt stílisti, förðunarfræðingur frá EMM, með BA próf úr LHÍ, lærði ljósmyndun í DK og er núna að læra hárskerann. Snillngur.
Hlakka til að fara á sýninguna.
Heimasíða Oddvars er hér. Skoðaðu.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.