Það er einföld staðreynd… og hin er að góður nuddari er eins og góður hárgreiðslumaður -eða kona.
Þú lætur ekki hvern sem er klippa þig og það sama má segja um nuddara. Ef þú kemst einu sinni í hendurnar á góðum nuddara er erfitt að snúa aftur.
Þetta var mín upplifun þegar Helga Olgeirsdóttir á Snyrtistofunni Mizu fór um mig traustum og öruggum tökum en hún er vafalaust með þeim bestu sem hafa nuddað minn litla, úrvinda skrokk.
Bara þegar ég sá Helgu í fyrsta sinn, vissi ég að þarna væri á ferðinni manneskja sem mér myndi líða vel hjá. Traustar hendurnar og sterklegar axlirnar báru vott um það…og þetta sannaðist þegar ég lagðist á bekkinn. Hún virðist þekkja líkama minn eins og lófann á sér og losaði auðveldlega um hnúta og stirða staði sem ég vissi ekki einu sinni af.
Helga lærði til nuddara eftir 45 ára afmælið sitt en fram að því vann hún við hverskonar umönnunarstörf. Einhvernveginn finnst manni það liggja beint við að læra nudd eftir að hafa passað fólk til fjölda ára en Helga varð auðvitað hæst í sínum árgangi þegar hún útskrifaðist úr Nuddaraskóla Íslands. 🙂
Ég fór síðast í sogæða/slökunarnudd hjá Helgu. Var nýkomin til landsins eftir að hafa flogið þvert yfir atlantshafið frá Ameríku þar sem ég eyddi rúmlega viku með fjölskyldumeðlimum. Eðlilega var maður komin með uppsafnaða spennu í herðarnar eftir ferðina (mamma sæta að segja mér hvernig á að hella upp á kaffi, tímamismunur og ókunnugt rúm) en Helga einfaldlega vatt þetta úr skrokknum á einum klukkutíma.
Það er með ólíkindum hvað ég var endurnærð eftir tímann. Sogæðanudd detoxar líkamann, róar hugann niður og losar um sitt lítið af hverju eins og t.d. appelsínuhúð og fleira. En auðvitað á maður að velja sér nudd eftir því hvernig ástandið er á manni. Það er líka gott að leyfa nuddaranum að meta þetta.
Helga býður upp á allskonar tegundir af nuddi og hún er meiriháttar sanngjörn þegar kemur að verði.
Klukkutíminn kostar 4.900 en það er um helmingi ódýrara en klukkutími á stóru snyrtistofunum og hálftíminn er á 2.900! Berðu þetta saman við önnur tilboð.
Hvernig sem ástandið er í lífi þínu í dag, hvort sem þú ert hamingjusöm í sambandinu, finnst maðurinn þinn spennandi eða ekki, ert ólétt eða ekki, finnst gaman í vinnunni eða ekki… Þá áttu skilið að fara í nudd til Helgu.
Láttu það eftir þér og láttu okkur svo vita hvernig þér fannst.
Mizu er í gömu rúgbrauðsgerðinni í Borgartúni fyrir ofan 12 spora salina og veislusalinn. Á annari hæð. Síminn þar er 551 1050.Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.