
Það er rosalega sniðugt að taka lítið box og „bræða“ þessa afganga ofan í það. Þá ertu komin með auðvelda leið til að nýta varalitinn til fullnustu. Þá er gott að eiga góðan varalitapensil, eða bara að nota puttana í þetta. Svo má blanda saman varalitum og búa til nýja liti, prufa að setja þá saman á varirnar og sjá útkomuna – BÚMM – til hamingju með nýjan varalit.
Endilega prufið og sparið ykkur smá pjééééninga.

Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.