Það kannast örugglega flestir við Wonder Woman, dökkhærðu ofurhetjugelluna sem gengur um í gylltum, rauðum og bláum nýþröngum búning. Algjör skvísa. Nú á dögunum kom svo heil snyrtivöru lína í MAC verslanirnar sem tileinkuð er Wonder Woman…
…Ég verð að segja að ég varð strax hrifin án þess að hafa skoðað vörurnar, þá út af umbúðunum sjálfum. Þær eru svakalega flottar í þessum Wonder Woman litum, rauðum, bláum og gull. Ekkert smá gaman að eiga snyrtivörur í svona skemmtilegum umbúðum.
En svo þegar ég fór að skoða vörurnar betur þá heillaðist ég mikið af varalit sem heitir SPITFIRE. Liturinn er svakalegur, dökk bleik-fjólublár. Vá!
Eins og með alla MAC varalitina þá eru þessi mjög mjúkur, vel ilmandi og endingagóður.
Mæli með að fara í MAC og kíkja á úrvalið og jafnvel bóka sig í förðun hjá þeim með þessaru nýju Wonder Woman línunni.
Vegna komu Wonder Woman til Íslands ætlar MAC Kringlunni að vera með partý á morgun, 19.mars og bjóða upp á frítt 30 mínútna make up upp úr þessari líka frábæru línu.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.