Donatella segir að línan muni innihalda dóminerandi kjóla með prentuðu mynstri, leður, silki, gull og studs og þetta verði spennandi lína, full af rokki. Að sjálfsögðu verða Versace fylgihlutir og Versace skór hannaðir fyrir dömudeild H&M.
Karl Lagerfeld, Stella McCartney, Comme des Garcons, Jimmy Choo og síðast Lanvin hafa öll hannað fatalínu fyrir H&M sem slegist hefur verið um á fatarekkum H&M og Donatella Versace segist vera himinglöð að vera næsti hönnuður í samstarfi með H&M.
Donatella gefur upp að fatalínan muni innihalda dóminerandi kjóla, með prentuðu mynstri, leður, silki, gull, studs, og þetta verði spennandi lína, full af rokki. Að sjálfsögðu verða Versace fylgihlutir og Versace skór hannaðir einnig fyrir dömudeild H&M.
H&M herralína verður einnig hönnuð frá tískuhúsinu og mun Versace fókusera helst á klæðskerasniðin herrafatnað, þar á meðal hin fullkomna smóking, belti og herraskart og í fyrsta sinn mun Versace einnig hanna fylgihluti fyrir heimilið meðal annars kodda og rúmteppi. Frekar spennandi!
Versace línan kemur í verslanir H&M 17. nóvember á þessu ári og verður seld í um 300 H&M verslunum. Og þetta er ekki búið því Donatella Versace hannar einnig vorlínu fyrir H&M sem fer í sölu á vef H&M 19. janúar 2012. Þá er bara að merkja í dagatalið og fara að telja niður dagana.
Smelltu HÉR til að sjá myndband þar sem Donatella fer yfir málið.
25
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.