Eins og margir vita fór Ford keppnin fram í gær í Hafnarhúsinu með pomp og prakt. Dagskráin var skemmtileg og fjölbreytt og voru meðal annars vídjóverk sýnd og hljómsveitir sem stigu á stokk…
…Ford stelpurnar sjálfar byrjuðu á tískusýningu með fatnaði frá Vero Moda og sokkabuxum frá Oroblu. Svo klæddust stelpurnar einnig fatnaði frá krökkunum í Kiosk sem var sérstaklega hannaður fyrir keppnina sjálfa.
Meðal vídjóverka sem sýnd voru var verk eftir The Weird Girls Project sýnt við undirspil FM Belfast, mjög hressandi!
Nokkur bönd stigu á svið en það sem mér fannst standa upp úr var nýja bandið Kiriyama Family sem tók lagið Sneaky Boots, einstaklega vel flutt hjá þeim strákum.
Svo í lokin voru auðvitað úrslitin kynnt en það var Kolbrún Ýr sem hreppti fyrsta sætið og fer því til New York. Kolfinna K lenti í öðru sæti og Hildur H í því þriðja og fengu þær meðal annars úlpur frá 66°Norður.
Þetta var mjög skemmtilegt show, flott umgjörð um sýninguna en sjálft prógrammið hefði mátt vera keyrt betur áfram.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.