BAFTA verðlaunahátíðin fór fram núna á sunnudaginn í London, þar voru meðal annars bestu kvikmyndirnar, leikararnir og leikstjórnarnir verðlaunaðir…
…Meðal þess sem hlaut verðlaun var myndin The King’s Speech en hún var valin besta kvikmyndin. Natalie Portman fékk verðlaun fyrir leik sinn í myndinni Black Swan og Helena Bonham Carter var valin besta leikkkona í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í The King’s Speech. Kvikmyndin um Lísu í Undralandi fékk verðlaun fyrir bestu búninga og besta hár og makeup.
Það er alltaf jafn gaman að sjá tískuna á rauða dreglinum en þetta skiptið var ekki mikið spennandi að mínu mati.
Smellið á myndirnar fyrir neðan til að sjá kjólana, dæmi svo hver fyrir sig.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.