Ég skellti mér á útskriftarsýningu fatahönnunardeildar Listaháskólans á dögunum og varð sérlega hrifin af verkum Ýrar Þrastardóttur.
Lína hennar samanstendur af jökkum, buxum, blússum og pilsum úr svörtu, gegnsæju og áprentuðu efni með funkí mynstrum.
Sniðin minna á áttunda áratuginn. Hönnunin er frumleg en í senn fáguð með skemmtilegum smáatriðum, flíkur saumaðar úr mörgum litlum bútum og spíssar á öxlum.
Frágangur í saumaskap var ennfremur til fyrirmyndar sem mér finnst alloft ábótavant hjá íslensk útskrifuðum hönnuðum.
Ýr er vandvirk fram í fingurgóma og fatnaðurinn er allur mjög svo “wearable” og í takt við tískuna í dag. Ég er viss um að þessi flotti hönnuður muni láta að sér kveða í tískuheiminum í framtíðinni.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.