Grammy verðlaunahátíðin var haldin núna á sunnudaginn í Los Angeles og er óhætt að segja að það var nóg um furðuleg dress á rauða dreglinum…
…Það var pínu eins og það hafi verið eitthvað skrítið þema og flestir voru eitthvað hálf aulalegir.
Lady Gaga á samt vinnininginn í spesheitum held ég en hún mætti í einhverju slím-eggi og var svo með geimveru makeup þegar hún kom út. Mikil pressa á frökeninni að toppa sig í hvert skipti.
Katy Perry var einnig áberandi en hún var í einhverri engla múnderingu sem ég skil engan veginn. Svo var Rihanna líka mjög grínleg í kjól frá Jean Paul Gaultier.
Í heildina var þetta hrikaleg tíska en það voru þó nokkrir inn á milli sem voru í lagi.
Smellið á myndirnar fyrir neðan og ‘njótið’.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.