Illusion D’ombre heita þessir fallegu kremaugnskuggar frá Chanel sem ég hef fjallað um áður…
…Það er nokkuð síðan ég kynntist þeim fyrst og hef verið hrifin af þeim síðan en þeir hafa einstaka áferð; froðukennda og mjúka sem skemmtilegt er að leika sér með.
Nú nýlega sendi Chanel frá sér tvo nýja liti og annar þeirra er þessi ljósi kampavínsgyllti litur sem er hér til hægri. Liturinn er númer 90 og heitir Convoitise og kemur í takmörkuðu upplagi.
Þennan lit er bæði hægt að nota sem grunn undir aðra augnskugga til að fá meiri dýpt í litinn en svo er hann líka fallegur einn og sér. Augnskugginn er nokkuð sanseraður en hann hentar samt sem áður vel hversdags þar sem hann birtir upp augnsvæðið á fallegan hátt.
Augnskuggarnir koma í veglegri glerkrukku og lítill pensill fylgir með. Og eitt skemmtilegt ‘trikk’: pensilinn er hægt að nota rakan til að fá skarpari línu!
Ég mæli hiklaust með þessum augnskuggum, bæði eru þeir dúnmjúkir og þægilegir í notkun og svo endast þeir vel og lengi á augnlokinu!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.