Verslunin Kiosk, sem er í uppáhaldi hjá okkur pjattrófum, opnar í dag í nýju húsnæði við Laugaveg 65.
Ég kíkti þar við þegar eigendurnir voru í óðaönn að leggja lokahönd á búðina og smellti af nokkrum myndum af fallegum glugganum.
Kiosk-liðar hafa öll getið sér gott orð í bransanum og vöktu nú síðast verðskuldaða athygli fyrir tískusýningu sína á FORD keppninni síðasta föstudag,
Nýja verslunin verður með sama sniði og sú gamla, þ.e. níu fatahönnuðir sem selja þar vörur sínar og skiptast á að taka á móti viðskiptavinum. Verslunin opnaði í morgun kl 10.
Kynntar verða nýjar vörur, meðal annars mun Ásgrímur Már Friðriksson kynna sínu fyrstu línu undir merkinu Asi of Iceland.
Boðið verður upp á kaffi og konfekt fyrir gesti og gangandi.
Að versluninni Kiosk standa snillingarnir Arna Sigrún, Asi of Iceland, EYGLO, Hlín Reykdal, Shadow Creatures, Skaparinn, Sævar Markús, REY og YR
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.