Nýlega opnaði skemmtilega uppsett markaðstorg á netinu sem býður upp á talsvert markvissari þjónustu en vefir á borð við barnaland eða önnur smáauglýsingasvæði.
Þetta kemur sér vel fyrir margar konur því í kreppunni sannaðist hið forkveðna að neyðin kennir naktri konu að spinna – og vinna fyrir sér. Sjaldan eða aldrei hefur verslun með notaðan varning gengið eins vel á Íslandi.
Vefurinn sem um ræðir heitir Torgið.is en hugmyndin með torginu er að blanda saman smáauglýsingum og vefverslunum og búa þannig til lifandi markaðstorg á netinu.
Á Torginu getur hver sem er selt hvað sem er, en leiga á vefverslun þar kostar 2.500 krónur á mánuði meðan smáauglýsingarnar eru ókeypis.
Hægt er að setja ótakmarkað magn af smáauglýsingum á vefinn, breyta og bæta eða setja í bið og auðvitað er hægt að láta myndir fylgja með. Ef þú leigir sölubás getur þú líka ráðið litum og fleiru á síðunni.
Við leigu á sölubás er ekki hægt að nota kreditkort inni á vefnum en einfalt mál er að millifæra eða versla með öðrum hætti; senda í póstkröfu, gefa kortanúmer upp í gegnum síma eða eftir samkomulagi.
Skoðaðu Torgið.is HÉR og prófaðu að selja eða kaupa

Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.