Það er engum blöðum um það að fletta að Beyonce og Jay Z eru eftirsóttasta, flottasta og ríkasta parið í skemmtanabransanum um þessar mundir.
Þau bókstaflega vaða í seðlum en þetta sést meðal annars á eigninni sem þau munu flytja í innan skamms.
Húsið stendur í hlíðum Beverly Hills sem er einskonar „Seltjarnarnes“ eða „Garðabær“ í Los Angeles en frá húsinu er horft yfir miðborg L.A.
Í þessu magnaða sloti eru 8 svefnherbergi, 15 baðherbergi, vínkjallari, vodkabar fyrir 12 manns, 24 sæta kvikmyndasalur og ‘infinity’ sundlaug ásamt gosbrunni svo eitthvað sé nefnt.
Í húsinu er jafnframt bílskúr sem tekur 16 bíla í senn en þá er hægt að flytja niður í bílakjallarann með sérstakri lyftu.
M&M kjallari… fyrir krakkana, eða aðra sem eru í góðu stuði fyrir M&M.
Herbergi fyrir föt og fylgihluti.
Það er ekki verra að hafa gott útsýni þegar maður er í baði. Ekki verra.
Og ‘strákaherbergið’ er ekki af verri endanum. Hér er bæði hægt að skoða flotta bíla, myndir af James Bond og fá sér eitthvað gott á barnum.
Sófasett úti, og gosbrunnur. Þetta er ekkert smá slot! Magnaðir listamenn þau Jay Z og Beyonce. Sannkallað Power par. Power par með sinn eigin nammibar.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.