Það gleður mig alltaf óskaplega mikið þegar Gucci sendir frá sér nýja ilmi enda eru þeir algjört uppáhald hjá mér ásamt því sem kemur frá Chanel.
Það voru því fagnaðarfundir nú um daginn þegar ég fékk í hendurnar það nýjasta frá þessum snillingum, enn einn kynþokkafulla ilminn undir línunni Gucci Guilty, nú með undirtitlinum BLACK.
Þessi ilmur er ótrúlega seiðandi og þokkafullur eins og sá síðasti sem ég fjallaði um Gucci Guilty Intense nema hvað að Black er svolítið þyngri og kryddaðari. Hann er markaðssettur fyrir “villtu hliðina” í okkur sem sést vel á þessu fallega pari í meðfylgjandi myndbandi.
Patchouli olían er undirstaða ilmanna frá Gucci ásamt fleiri ilmnótum sem saman mynda hreinlega ómótstæðilega synfóníu fyrir þetta öfluga skilningarvit sem lyktarskynið okkar er.
Til að markaðssetja ilminn fengu liðsmenn Gucci ekki ómerkari leikara en þau Evan Rachel Wood og Chris Evans til liðs við sig en þau eru bæði meðal eftirsóttra ungra leikara í Hollywood í dag.
Evan Rachel Wood hlaut nýlega einróma lof gagnrýnenda og tilnefningu til Emmy-verðlauna fyrir að vera „Framúrskarandi leikkona í aukahlutverki í þáttaröð eða kvikmynd”. Tilnefninguna hlaut hún fyrir túlkun sín á Vedu Pearce í þáttaröðinni um Mildred Pierce sem HBO framleiddi. Vinna hennar í mynd Robert Redfords, The Conspirator (2011), þar sem hún lék á móti James McAvoy og Robin Wright, hefur vakið mikla hrifningu margra og hið sama má segja um leik hennar í mynd George Clooneys, The Ides of March (2011). Meðleikarar hennar í þeirri mynd voru Ryan Gosling, Marisa Tomei, Paul Giamatti og Philip Seymour Hoffman.
Chris Evans hefur haslað sér völl sem einn af eftirsóttustu leikurum Hollywood bæði í dýrar myndir og sjálfstæð minni kvikmyndaverkefni. Hann er frægastur fyrir hlutverk sitt sem Joe Johnston í ævintýramyndinni Captain America: The First Avenger (2011) en í henni lék hann persónuna úr Marvel-myndasögunni sem gerð var að fyrsta fullkomna mannlega vopninu og send til að berjast gegn nasistum í seinni heimstyrjöldinni.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=LP99AOpcE30[/youtube]
Gucci Guilty Black Pour Femme
- Toppnótur: Ilmurinn kallar á athygli með glitrandi forspili safaríkra rauðra ávaxta og lófafylli af bleikum pipar.
- Miðnótur: Hjartað sameinar hrífandi hindberja- og ferskjuilm svimandi kvenleika lilju og fjólu.
- Grunnnótur: Patchouli er aðalsmerki Gucci-ilmanna og hér leiðir það nánast til ávanabindandi löngunartilfinningar meðan ríkulegt amber gefur til kynna djúpstæðan kvenleika.
Gucci Guilty Black pour Homme
Ilmurinn fyrir strákana er ekki síðri en sá fyrir okkur stelpurnar en í honum er m.a. þróttmikill GRÆNN burkni sem framkallar ljúf áhrif á skilningarvitin.
- Toppnótur: Koríander og endurlífgandi lavender.
- Miðnótur: Appelsínublóm – örvandi og seiðandi – rennur saman við neróli og ríkulegar gróskumiklar ilmnótur.
- Grunnnótur: Patchouli er aðalsmerki Gucci-ilmanna öðlast nýjan styrkleika þegar það blandast margsbrotnum sedrusviði.
Kynntu þér þessa ilmi kæra pjattrófa næst þegar þú átt leið um snyrtivöruverslun og sjáðu hvað þér finnst.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.