Volcano Design flíkurnar eru hannaðar með það í huga að allar konur, sama hvernig þær eru vaxnar eða þungar, geti verið flottar þegar þær klæðast þessum flíkum.
Nú var að koma út ný lína frá þeim en innblásturinn er sóttur til „Pierrot“ -frönsku trúðanna með tárið.
“Það er eitthvað hrikalega rómantískt, gamaldags og smart við þá en á sama tíma eru þeir svolítið óhugnalegir sem er auðvitað alltaf heillandi,” segir Katla Hreiðarsdóttir, hönnuður.
“Sniðin eru hönnuð til að auka fegurð kvenlíkamans sem er ávallt okkar markmið. Kvenlega formið er ýkt með stórum ermum sem beina athygli að mittinu, baksaumar sem grenna og stórar peysur með miklum krögum sem ramma andlitið vel inn. Kögur er enn frekar áberandi sem og plíseruð efni, blúndur og sterkir grunnlitir,” segir Katla.
Fötin er að finna í verslun Volcano á Laugavegi 40 en næstu helgi, 6-9 ágúst, verða þær líka til sölu á Handverkshátíðinni á Hrafnagili þar sem fjöldinn allur af hönnuðum koma til með að sýna og selja varning sinn.
Smelltu hér til að skoða myndir af því nýjasta frá Volcano:
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.