Nýlega varð ég mér út um PREP + PRIME BB frá MAC, nýja og frábæra vöru frá MAC.
Þetta er léttur farði sem jafnar út húðlitinn og misfellur ef einhverjar eru. Það sem mér finnst skilja þennan farða að frá öðrum sambærilegum er að hann mótar andlitið án þess þó að búa til þessa klassísku meikgrímu.
Svona nota ég farðann…
- Eftir að ég hef þrifið andlitið með rökum þvottapoka og borið á mig rakakrem dampa ég farðanum á, dreifi svo úr og gleymi ekki að fara undir kjálka, höku og niður á háls.
- Því næst nota ég Studio Finish Concealer undir augu, á nef og augnbein til að móta og skapa ljóma.
- Að lokum fer ég eina umferð með Mineralize Skinfinish Natural til að taka glansa og setja punktinn yfir i-ið í þessu “photofinish lúkki”.
Meira um PREP + PRIME BB:
- Veitir góðan raka
- Endist út daginn
- Blandað með perlulit
- Inniheldur SPF 30
- Eykur á náttúrulegan lit húðarinnar
- Gefur silkiáferð
- Má nota undir meik sem grunn, því þá ertu búin að tóna húðina og þarft þar af leiðandi að nota minna meik
Þessi farði á öruggt sæti á topp fimm listanum mínum yfir uppáhalds snyrtivörurnar.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.