Þegar árstíðabreytingar eiga sér stað endurraða ég í skápinn minn; legg sumarfötum og sandölum og skipti út fyrir kósípeysur og leðurstígvél.
Það sama á við um farða og ilmvötn; farðinn verður ljósari og kæruleysislegur sumarilmurinn víkur fyrir dramatískum haustilm sem fer vel með leikhúsinu, óperunni eða bókaupplestrinum.
Ég er búin að finna haustilminn minn; Emporio Armani Diamonds Rose. Hann er ekki þungur en samt ekki sumarferskur, sem sagt svona mitt á milli. Ef ég ætti að lýsa þessum ilmi þá myndi ég segja að hann væri samblanda af sætum rósa- og ávaxta ilm með fersku kryddi.
Það er ekki enn komin einkunn inn á Sephora þar sem ilmurinn er nýr en ég er óhrædd við að mæla með honum, ég tel að flestar okkar geti borið þessa lykt.
Samkvæmt innihaldslýsingu er Diamonds Rose samsettur úr bergamot (tegund af appelsínu), hindberjum og sólberjum. Þá er blómailmurinn blanda af búlgaskri rós, dalalilju og freesia. Diamonds Rose frá Armani er tilvalinn í haust- og jólasamkvæmin.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.