Það fengu margir sjokk yfir fréttinni um feitustu mömmu í heimi sem stefndi á að éta sig til óbóta og verða 400 kíló.
Það er jafn þungt og stór hestur eða belja – og þannig langaði Donnu Simpson að verða og ná þannig heimsmeti sem þyngsta móðir heims.
Donna, sem er 42 ára tveggja barna móðir og býr í New Jersey, hefur nú tekið sönsum og segist vera hætt við planið sem gekk út á að borða 12.000 hitaeiningar á dag og ná 400 kílóunum. Þá var hún c.a. 270 kg.
Það versta er að með þessu ömurlega plani var Donna að græða peninga. Allskonar pervertar voru til í að borga 20 dollara á mann, eða rúmlega 2000 kr, til að fylgjast með henni borða á netinu. Á síðasta ári hafði hún tæpar 11 milljónir upp úr krafsinu bara af þessu.
Nú hefur Donna sem betur fer áttað sig á geðveikinni og er byrjuð að bakka út. Börnin hennar eru örugglega mjög fegin því hún hefði étið sig til dauða með þessu áframhaldi. Það ömurlega er samt að Donna kveikti ekki á perunni fyrr en kærastinn fór frá henni en hann hafði skilgreint sjálfan sig sem mikinn “maga mann”. Hún hafði semsagt verið að gera þetta til að þóknast honum.
Nú er hún búin að missa um 30 kíló og stefnir ótrauð á að verða um 160 kg í fyrsta áfanga. Árangrinum hefur hún náð með betra mataræði, hreyfingu og aðstoð sálfræðings. Áfram Donna!
… en hversu sjúkar geta konur (nota bene mæður) orðið til að þóknast einhverjum karlmönnum? Á tímabili borðaði hún 15.000 kaloríur á dag sem er jafn mikið og Bíbí borðar á einni viku -af því hann var svo mikill maga-maður.
Klikkað.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.