“Léttur og seyðandi ilmur með petirgrain bigarde og ítalska mandarin, með tælandi fyllingu af orange blossom tvinnað saman með amber woods og möndlumjólkur tónum.”
Hljómar vel ekki satt?!
Að mínu mati er catch…me fyrst og fremst “sexy” ilmur en hann á einmitt að höfða til ungu sjálfstæðu kvenhetjunnar sem býr yfir þeim eiginleikum að vera gáskafull, tælandi og leiftrandi.
Það er einhvern veginn þannig og ég held að við getum flestar verið sammála um það að góður ilmur getur haft jákvæð áhrif á hvernig okkur líður og hvernig við erum að fíla okkur.
Svo ef þú hefur augastað á einhverjum, langar að heilla manninn þinn eða bara auka á kynþokkann fyrir sjálfa þig þá er þessi ilmur kjörinn til þess.
Catch…me kemur í sætu og penu glasi sem ætti að taka sig vel út á hvaða snyrtiborði sem er. Ef þú fílar AMOR AMOR og NOA ilmina þá er mjög líklegt að þér muni finnast catch…me ilmurinn góður.
[youtube]http://youtu.be/sdZ7YoaNBvA[/youtube]
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.