Í dag kom út fyrsta tölublað Bestseller blaðsins en allir ættu að þekkja verslanir danska fyrirtækisins BESTSELLER: VILA, Vero Moda, Selected, Jack & Jones og Name It.
Sjálf er ég er mikill aðdáandi og fannst æði að fá þetta blað! Ég elska hvað vöruúrvalið þeirra er fjölbreytt og smart.
Þægindi virðist líka vera eitthvað sem er hugsað mikið um við framleiðslu og hönnun og það skiptir máli!
Ég upplifði ást við fyrstu snertingu þegar ég mátaði stutterma boli um daginn í VILA. Bolirnir eru úr 70% bambus og 25% bómull með 5% teygju.
Þeir eru svo ótrúlega mjúkir að ég keypti mér ekki einn bol heldur fjóra! Svo ástfangin varð ég haha 🙂
Ekki bara fyrir konur
Tímaritið sameinar það besta úr öllum verslunum og sýnir lesendum brot úr úrvali verslana þeirra.
Innihald tímaritsins er ekki einungis miðað að konum eins og í svo mörgum öðrum, heldur eru myndaþættir með fötum fyrir karla og börn líka. Fjölskyldan getur því skipst á að skoða!!
Í blaðinu er líka rabbað við staffið í búðunum og þannig fá lesendur að kynnast þeim betur.
Einnig kemur fyrir almenn umfjöllun um fyrirtækið sjálft en það tekur þátt í allskonar góðgerða starfsemi.
BESTSELLER stóð t.d. fyrir Give-a-day sem safnaði heilmiklum pening sem rann óskert til tveggja frábært málefna.
Í fyrsta tölublaðinu fá lesendur hugmyndir að jólagjöfum fyrir hann, hana og börnin.
Ég mæli með því að þú flettir í gegnum þetta fína tímarit þegar það kemur inn um lúguna hjá þér, eða bara núna!
Það kom nefninlega líka út sem veftímarit og þú finnur það HÉR.
Krabbastelpan Eva Rós er fædd árið 1989, á tvö börn og góðan mann. Eva er mikill áhugamaður um hverskyns gamanmál en einnig uppeldi, ferðalög, heilsu, líkamsrækt, vín, matreiðslu, veisluhöld, kokteilagerð og góða þjónustu. Mottó Evu í lífinu er einfalt: Hver er sinnar gæfu smiður