UNA Skincare línan er íslensk framleiðsla og ég er mikill aðdáandi dag og næturkremanna eins og ég skrifaði um hér og ég held að það hafi hreinlega fallið nokkur tár þegar kremin kláruðust hjá mér.
Núna hef ég verið að prufa augnkremið frá þeim og ég verð að segja að ég er jafn ánægð með það og andlitskremið sjálft, ég ber kremið á augnsvæðið fyrir svefninn og finn virknina í því eins og ég gerði með næturkremið.
Þetta krem byggir upp augnsvæðið og nærir húðina en eins og við flestar vitum er augnsvæðið mjög viðkvæmt og með þessu kremi byggist upp svæðið sem myndar fínu línurnar (hrukkurnar) á augnsvæðinu.
Þörungurinn góði Fucus vesiculosus vinnur sína vinnu hér eins og í kremunum. Þessi þörungur tryggir að það sé hámarksvirkni í kreminu eftir að það er borið á augnsvæðið.
Kremið er auðvelt í notkun, það verður bara að passa að þrýsta létt á pumpuna því annars kemur of mikið því við viljum ekki setja of mikið krem á þetta svæði en lítið kemur þér langt hér eins og sagt er.
Augnkremið er frábært með dag og næturkreminu og ég mæli með þessari línu sem er íslensk framleiðsla, paraben, ilm og litarefnalaus og virku efnin úr okkar nánasta umhverfi – það gerist ekki betra!
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig