Rúmlega 500 konur fögnuðu komu nýrra Blue Lagoon vara: Silica Mud Exfoliator og Silica Foot & Leg Lotion, í spa partýi sem haldið var Bláa Lóninu miðvikudagskvöldið 8. júní…
…Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, var heiðursgestur kvöldsins og fékk hún fyrstu vörurnar afhentar. Hún sagði við þetta tækifæri að það væri sérstaklega ánægjulegt að vera viðstödd þennan viðburð. Orka, nýsköpun, iðnaður og ferðaþjónusta væri málefni Iðnaðarráðuneytisins og í Bláa Lóninu sameinuðust allir þessir þættir. Þá þakkaði hún starfsfólki Bláa Lónsins sérstaklega fyrir framlag sitt til heilsuferðaþjónustu.
DJ Margeir spilaði á bakkanum og gestir nutu veitinga og spa upplifunar en auk þess að prófa vörurnar var boðið upp á léttar spa meðferðir.
Kvöldið var í alla staði afar ánægjulegt og einkar vel heppnað hjá Bláa Lóninu, enda fátt yndislegra en að eiga kvöldstund í góðu dekri í hópi skemmtilegra vinkvenna.
Ljósmyndir: Díana Bjarna
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.