Fyrir þá sem elska förðun, “special effects” og raunverleikaþætti: Þá er þetta sjónvarpsefni málið!
Face Off eru raunverleikaþættir þar sem nokkrir “special effects” förðunarfræðingar koma saman og reyna að sigra keppni sem er byggð upp á allskyns áskorunum í förðun. Þarna er meðal annars unnið með andlit, útlimi, leikmuni, gerviblóð og margt fleira.
Dómararnir eru alls ekki af verri endanum en þeir eru Ve Neill sem hefur unnið að The Amazing Spiderman, Edward Scissorhands, Pirates of the Caribbean og óteljandi fleiri stórmyndum.
Patric Tatopoulos sem er leikstjórinn af Underworld og hefur unnið að Independence Day og síðast en ekki síst er það Glenn Hetric sem hefur unnið að CSI:New York og óteljandi kvikmyndum.
Nýlega bættist í dómarahópinn stórstjarnan Nevel Page sem var til að mynda förðunarfræðingur í Star Trek!
Ég hvet ykkur eindregið til að kíkja á þessa þætti en þeir eru fáanlegir m.a. á iTunes.
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com