Nivea er vörumerki sem er vel þekkt hér á landi fyrir gæði á góðu verði en andlitskremin frá þeim eru bæði vel virk og á hreinlega frábæru verði!
Ég verð að segja að ég er mikill aðdáendi Nivea, nota dagkremin þeirra, næturkremin og svo hina dásamlegu sturtunæringu.
Dagkremið Q10 er með góða virkni fyrir húð sem er yfir 25 ára.
Við vitum öll að við þurfum að næra húðina sérstaklega vel eftir 25 ára aldurinn því við þann aldur missir húðin þann eiginleika á því að endurnýja sig og halda upprunalegum ungleika.
Húðin verður þurr og við það að verða þurr verður hún hrukkótt. Þetta eru ljót orð en því miður sönn.
Með því að nota góð krem bæði á morgnana og kvöldin aukum við eiginlega húðarinnar á því að endurnýja sig, halda styrkleika sínum og ungleika.
Q10 kremið frá Nivea er algjör snilld á því sviði. Kremið virkar einstaklega vel fyrir allan aldur og gefur húðinni smá extra boost til að viðhalda stinnleika hennar. Nivea hafa hannað hina fullkomnu húðformúlu Q10 sem viðheldur teygjanleika húðarinnar svo hún haldist ungleg og frískleg.
Eins verð ég að tala aftur um sturtunæringuna frá Nivea. Ég hef áður talað um hana en er algjörlega kolfallin fyrir þessari frábæru næringu. Body lotion í sturtu… hljómar vel er það ekki?
Veistu það virkar jafn vel!
Húðin verður dásamlega mjúk og létt eftir að þú notar þessa næringu, brúsinn dugar í nokkra mánuði því það er mælt með því að nota hana einungis 2-3 í viku plús það að hann kostar undir 600 krónum!
Lyktin frá húðmjólkinni er fersk og hrein svo þér líður eins og unga eftir notkun hennar. Já ég er forfallinn aðdáendi. Frábært body lotion með ferskri lykt, mýkt og dugar og dugar… sem sagt algjör æði!
Mæli með Nivea ef þú vilt fá frísklega og unglega húð! Þetta eru vandaðar þýskar vörur sem hafa notið vinsælda í yfir 100 ár!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.