Á nýárskvöld fór fram glæsilegur áramótafögnuður á Hótel Borg þar sem saman komu ýmsir þjóðþekktir einstaklingar.
Þarna mátti meðal annars sjá bandarísku sendiherra hjónin þau Luis og Mary Arreaga. Eið Smára knattspyrnukappa, Röggu Gísla, Jónas R. Jónasson, Guffa sem eitt sinn rak Gauk á Stöng, Hörpu Arnardóttur leikkonu og Marín Möndu svo fáeinir séu nefndir en þau Eiður Smári og Harpa Arnardóttir fengu þann flotta titil “bezt klædda daman og bezt kæddi herann á nýársfagnaði Hótel Borg 1. janúar 2012”.
Ragga Gísla söng um “Draumaprinsinn” og Einar Kára flutti nýársræðu ásamt hinum unga og stórkostlega söngvara Daníel Hauk Arnarsyni. Hljómsveitin Hrafnaspark lék fyrir mat og yfir matnum en Jazzplötusnúðurinn Anna Brá hélt uppi frábæru stuði á eftir og var dansað upp á borðum fram á nótt.
Pjattrófurnar voru annarsstaðar í góðu yfirlæti þetta kvöld en við erum búnar að taka frá borð á Borginni að ári.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.