Á morgun opnar ný tískuvöruverslun á annari hæð Kringlunnar, nánar tiltekið inni í verslun Hagkaupa en um er að ræða alþjóðlega keðju sem heitir F&F eða The Fashion Finds.
F&F verslanir er að finna um allan heim en keðjan er sambærileg við Forever 21 og H&M í þeim skilningi að þar má finna fjölbreyttar áherslur og fatnað á alla í fjölskyldunni, alveg niður í minnstu smábörnin.
Hvort sem þig vantar skó, bikiní, gjafir eða föt á sjálfa þig og fjölskylduna þá ætti að vera mögulegt að finna eitthvað flott í F&F á fínu verði. Sökum stærðarinnar getur F&F keðjan boðið fatnaðinn á mjög hagstæðu verði en reiknað er með að nýjar vörur komi vikulega í hús.
Búðin opnar með pompi og prakt á morgun en verslunin mun starfa í samvinnu við Hagkaup og allt svæðið sem áður fór undir fatnað í Hagkaupum í Kringlunni mun verða notað fyrir nýju F&F verslunina.
Eins og flestar konur, sem einhverntíma hafa ratað í HM, Forever 21 og sambærilegar keðjur vita, leitast hönnuðir þar við að horfa til tískupallanna og taka mið af heitustu trendunum ásamt því að framleiða reglubundið ‘basic’ flíkur sem við notum allann ársins hring.
F&F lofar fjölbreytni í áherslum og úrvali og að fólk á öllum aldri ætti að geta fundið þar eitthvað við sitt hæfi hvort sem um er að ræða heitustu trendin eða hefðbundnari klassík.
Þetta verður spennandi því eitt er víst að íslendingar eru sannir aðdáendur tískurisanna erlendis!
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=IjQLDucu-Kc[/youtube]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.