Pjattrófunum var að berast liðsauki en það er hún Heiðdís Lóa sem ætlar að skrifa með okkur. Heiðdís hefur haldið úti sínu eigin bloggi um tíma en auðvitað er líka gaman að vera í skemmtilegu stelpupartýi með Pjattrófunum. Það verður spennandi að sjá skemmtilegar færslur á Pjattrófunum frá þessari flottu stelpu…
Gefum Heiðdísi orðið:
Hæ! Ég heiti Heiðdís Lóa. Ég er nýorðin tvítug. Ég hef rosalega gaman af lífinu og finnst gaman að deila því með öðrum. Það sem mér finnst skemmtilegast að gera er að taka og vinna ljósmyndir, dansa, hlusta á skemmtilega tónlist, borða ljúffengan mat, hreyfa mig, fara í heita potta, allt sem tengist förðun, eiga góðar stundir með vinkonum, vinum og kærasta, allt sem við kemur tísku, sálfræði og svo fullt fleira.
Ég er að fara að læra sálfræði í Háskóla Íslands núna í haust og hlakka mikið til. Ég veit ekki hvað ég stefni á að starfa við í framtíðinni en það kemur bara í ljós.
Uppáhalds maturinn minn er allt mexíkóskt, þú átt eftir að sjá fullt af mexíkóskum uppskriftum!
Ég hlakka mikið til að byrja að blogga hér á pjattrófum !
Kveðja Heiðdís Lóa
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.