BirnaSif Magnúsdóttir er 22 ára Reykjavíkurmær. Hún tók 1,5 ár í hárgreiðslunám en hætti í miðju kafi sem gerir það að verkum að við getum með stolti kallað hana Beauty School Drop-Out.
BirnaSif lærði förðun hjá EMM school of make up og hefur diploma í bæði ljósmynda og tískuförðun. Droppaði semsagt ekki út úr því.
Hún er bróðurdóttir Steinunnar fatahönnuðar og hefur unnið í búðinni hjá henni á Laugavegi og jafnframt hefur hún farðað og stíliserað fyrir t.a.m. Sagafilm, Storm, Munda og Fréttablaðið… svo fátt eitt sé nefnt…en þessa dagana er hún rekstrarstjóri á Café Oliver.
BirnaSif er illa haldin af skó-fíkn og hún segist horfa á tískusýningar á netinu meðan aðrir horfa á Friends.
Það verður spennandi að sjá hvað býr í kollinum á Pjattrófunni BirnuSif… okkur finnst hún pínu fín.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.