Það hlaut að koma að því að fræðimenn og konur fengju almenninlegan áhuga á Disney dúllunni Miley Cyrus. Nú er hægt að taka Miley kúrs í framhaldsskóla.
Um er að ræða Skidmore College í New York sem býður upp á kúrs er kallast „Félagsfræðileg áhrif Miley Cyrus, kynþáttur, stétt, kynjafræði og fjölmiðlar.“ Semsagt, þú getur lært allt um það hvernig Miley hefur haft áhrif á samfélag sitt í gegnum þær stórkostlegu breytingar á framkomu og taktík sem hún hefur sýnt síðustu misserin.
Á kúrsinum er farið yfir hvernig daman umpólaðist á skömmum tíma eða eins og þau orða það: … from a Disney tween to a twerking machine“ og í gegnum linsuna Miley verða skoðaðar breytingar á því hvernig við upplifum skemmtanabransann, fjölmiðla og frægð.
Einnig eru fleiri Disney stjörnur skoðaðar á þessum kúrs, meðal annars Britney Spears og Justin Timberlake. Áhugasamir félagsfræðingar eða samfélagsfræðikennarar hérlendis geta skoðað nánari lýsingu á námskeiðinu HÉR.
Ætli það myndu nú ekki margir skrá sig á svona kúrs í HR eða HÍ? Það höldum við nú!

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.