Ég set mér stundum áramótaheit og held þau út í svona fimm til tíu daga. Það er eins og það sé ekki alveg alvöru að gera áramótaheit. A.m.k ekki hjá mér. Ég hef líka oft lofað sjálfri mér því að nýtt líf byrji næsta mánudag, eða mánaðarmót. Mánudagar, mánaðar og áramót. Það er endalaust hægt að finna nýtt upphaf á öllu. Hver einasti klukkutími, alla daga ársins, ætti að vera rétti tíminn til að setja sér ný markmið.
Ég hef, svo lengi sem ég man eftir mér, verið að rembast við að búa mér til einhverskonar rútínu með svefninn og ég hef enga tölu á því hversu oft ég hef, alveg ofurpeppuð, ákveðið að fara að sofa á sama tíma og vakna á sama tíma alla daga. Af einhverjum ástæðum hefur þetta verið óyfirstíganlegt verkefni og því er áramótaheit mitt í ár að gefa bara skít í þetta. Nú er ég búin að ákveða að ef svefnrútinan dettur í takt þá mun það gerast áreynslulaust og af sjálfu sér. Það er svo andlega þreytandi líka að tröllast í gegn um lífið á hnefanum.
Táknræna talan 2020
Reyndar er ég með eitt áramótaheit í ár en það gengur hvorki út á að hætta einhverju eða taka upp nýja lifnaðarhætti heldur langar mig bara að vera meira skapandi, tala hreint út og taka niður frontinn svona án þess að húðfletta sjálfa mig í leiðinni. Þessi ákvörðun hefði sossum alveg getað dottið inn á venjulegum þriðjudegi en það er samt eitthvað skemmtilega táknrænt við þessa tölu, 2020. MMXX. 2020 vision. Tvö núll!
Ok, ég segi ekki að ég hafi verið sérlega bæld hingað til en ég held að við getum öll bætt okkur með einlægnina, og hvað þá að vera skapandi. Til að keyra þetta í gang er ég byrjuð að glamra nokkur grip á gítar (bless löngu pjattrófuneglur) og svo er það þetta blogg hérna sem stefnir í að verða meira old school. Svona eins og blogg voru fyrir 15 árum sirka. Dagbókarfílingur með allskonar pælingum. Web-log = blog.
Lestu líka: Vertu þú sjálf/ur alla leið
Mér finnst alveg komin tími á það aftur enda hrikalega mikið framboð af heilræða og gleðivefum eins og Pjattinu en hér var brautin rudd árið 2009 með umfjöllunum og gjafaleikjum🤘🏼👑. Ég hafði þá bloggað í mörg ár, bæði undir nafninu Maggabest og MHG og hausinn hennar (geri ekkert nema það sé lekkert), sem og á Eyjunni gömlu áður en Facebook varð til.
Það er komin timi á smá efnislegar breytingar hérna. Aftur í upprunann: Allskonar hugsanir, rant og vangaveltur fullorðinna kvenna, í bland við aðeins hefðbundnara efni, (umfjallanir, gjafaleiki og þessháttar).
Að því sögðu… hér er ansi gott blogg fyrir ykkur sem ætlið að henda ykkur í DRY JANUARY. Fleiri skemmtilegir blogg linkar seinna.
Luv, M
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.