Um daginn eignaðist ég hreinlega dásamlega fallegt úr frá dönsku hönnuðunum Dyrberg Kern.
Úrið er meðal annars sérstakt fyrir það að ólin er gerð úr titanum keramik sem gefur því einstaklega fallega áferð. Það er svart með gráum blæ, eiginlega er liturinn þannig að ekki er hægt að útskýra hann, þú þarft helst að sjá það og handfjatla.
Chanel er meðal þeirra sem framleiða úr með titanium keramik ólum enda er einstakur klassi yfir þessu og þau verða æ vinsælli og mitt vekur alltaf athygli.
Úrið fer einstaklega vel með silfurskarti en ég sporta oft armbandi frá Hildi Hafstein og Lífstrénu frá Sign sem er selt til styrktar Vildarbarna ásamt tíbetsku skarti sem ég keypti eitt sinn í New York með úrinu. Góð blanda.
DYRBERG/KERN var stofnað árið 1985 af Gitte Dyrberg og Henning Kern en samstarf þeirra hófst þegar bæði lögðu stund á nám í hinum virta Danmarks Design Skole.
Upphaflega framleiddu þau kvenfatnað en snéru sér alfarið að úrum og skarti þegar þau komust að því að fylgihlutirnir fá oft mun meiri athygli og konur nota þá yfirleitt lengur en flíkurnar.
Úrið var mér gefið en ég hef það fyrir víst að það var keypt um borð í SagaShop. Er virkilega ánægð með fallega keramik úrið mitt og gaman að hafa kynnst Dyrberg Kern í gegnum þessa gjöf sem er að mínu mati virkilega fáguð og flott hönnun.
Kíktu hér á fleiri úr frá Dyrberg Kern og nokkra fallega skartgripi…
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.