Nörda-gleruaugun svokölluðu eru mjög mikið í tísku núna – loksins fá Nördarnir að vera með og vera kúl.
Mér finnst þetta svolítið töff tíska. Þetta er öðruvísi en ekki fyrir alla. Það er samt um að gera að prófa sig áfram og vera svolítið kjörkuð! Úrvalið er endalaust þannig flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Það er auðvelt að finna flott gleruaugu með engum styrk og það má fá gleraugu í: Vintage og Maníu á Laugaveginum, Rokk og Rósum, svo sá ég flott gleraugu í Sparkz.
Nördum okkur upp og verum kúl í sumar !
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.