Living etc, Elle living og Domino eru hönnunartímarit sem ég hef lengi haft gaman af að glugga í rólegheitum, heima eða á kaffihúsum yfir góðum kaffibolla, svona til að fá flottar hugmyndir fyrir heimili mitt, hrista upp í hugmyndabankanum eða bara til að dást að og láta mig dreyma.
- fataherbergi birt í Domino skóhilla fest á vegg sófinn
Mér finnst afar skemmtilegt að sjá hvernig persónuleiki og stundum sköpun, jafnvel kímnigáfa fólks getur komið fram á myndum. Hér er samantekt af nokkrum heimilum úr fyrrgreindu tímaritum.
- Sama fataherbergi birt í Living Etc -fannst sófinn flottur en kommóðan er fín fyrir geymslu
- Ungbarnaherbergi birt í domino
- Sama barnaherbergi barnið orðið eldra birt í Living Etc
- Bókahillur gera mikið fyrir stofuna og eiffelturninn er flott stofustáss.
- Pullu er hægt að nota sem stofaborð, setja silfurbakka á fyrir vínglösin og ostabakkann.
- Öðruvísi stofuborð…
- Hvítt svefnherbergi dömunnar
- Arinn er alltaf kósý
- Plata hengd upp sem skrifborð hægt að versla svipaða borðplötu í ikea, ljósaskermir fást svipaðir í ilva stóllinn heimahúsið síðumúla
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.