Sumir fá sér iPhone 6 eða KFC til að gera vel við sig. Ég kaupi L’Occitane.
Undanfarið hef ég verið að taka út einhverskonar franskt tímabil. Hlusta aðallega á Edith Piaf og Cörlu Bruni, les franska Vogue, drekk svart kaffi, leita eftir efni um hvernig franskar fyrirsætur/konur hugsa um útlitið og heilsuna og geri vel við mig með fallegum vörum frá L’Occitane.
Vinkona mín fékk æðislegan ilm í gjöf, Néroli Orchidee frá L’Occitane, og ég varð að eignast hann líka! Fór beinustu leið í L’Occitane í Kringlunni og keypti ilminn og kerti í sömu línu.
Ilminn myndi ég flokka sem freskan vor-og sumarilm. Hann er blanda af tveimur hvítum blómum – Neroli frá Miðjarðarhafinu og hvítri orkídeu frá Madagaskar. Hann inniheldur einnig smá blöndu af appelsínu og ferskju.
Þessari fjárfestingu minni fylgdi í kaupbæti snyrtibudda með fjórum vörum úr Immortelle línunni (sjá myndina að ofan).
Línan kom mér verulega á óvart og verður án alls vafa mín næsta fjárfesting þegar kemur að vörum fyrir húðumhirðu en ég fékk í kaupauka andlistvatn, farðahreinsi, serum og rakakrem.
Farðahreinsinn held ég sérstaklega upp á en hann inniheldur Immortelle ilmkjarnaolíu sem dregur úr öldrun húðarinnar og sléttir hana. Það sem mér finnst svo frábært við þennan farðahreinsi er að hann þurrkar ekki upp húðina eins og svo margar “andlitssápur” gera.
Olían kemur í glasi með pumpu. Ég nota sirka fjóra dropa úr pumpunni og nudda henni með hringlaga hreyfingum yfir andlitið blandaða við vatn.
Þá eru hinar vörurnar þrjár einnig frábærar. Æðislegt rakagefandi og létt andlitskrem og frábært serum og andlitsvatn. Svo skemmir ekki fyrir að ilmurinn af immortelle er virkilega góður.
Að lokum. Ef þú ert jafn hrifin af franskri umhirðu líkamans og ég máttu til með að lesa færslu franska förðunarfræðingsins Violette sem hún skrifaði fyrir Vogue; 8 fegurðarleyndarmál Violette.
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=fFtGfyruroU[/youtube]
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.