Klakaveski, glóandi glingur og fölbleikar neglur.
…eru meðal þess sem þú tekur eftir þegar þú flettir í gegnum þessa myndasyrpu. Svo sérðu líka mjúka, háa sokka og loðin stígvél líkt og Birgitta Haukdal klæddist hér um árið (‘who would have thought‘..?) Svolítið tribal nema allt í sauðalitunum. Kannski eins og ef indíánar hefðu fest rætur á Íslandi?
Þetta er haustið 2010 frá Chanel.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og þoli ekki arfa i görðum (miðaldra). Hef ólæknandi áhuga á heimildarmyndum og norrænum sakamálasögum og fæ kikk út úr því að fara á allskonar skrítin námskeið. Ég er óhemju forvitin og nýt þess að miðla og deila því sem ég sé og upplifi með öðrum. Til dæmis hér, – með þér.