Ég hef alltaf haldið mikið upp á Nivea vörurnar. Ætli megi ekki best lýsa mér sem Nivea-ista en ég get alltaf fundið mér eitthvað nýtt og flott frá þeim. Ég transporta þessu með mér hvert sem ég fer, í ræktina og í sundið og finnst pínulítið skemmtlegt að hafa eitthvað nýtt frá Nivea í pokahorninu eftir æfingar.
Svona í upphafi vetrarins splæsti ég í nýjustu hárvörurnar frá Nivea; Volume Sensation til þess að auka lyftinguna í hárinu. Ég varð sko heldur betur ánægð með þær og finnst líka gaman að nota vörurnar!
Það er mjög fersk lykt af sjampóinu og hárnæringin kemur algerlega á óvart því hún er í froðuformi!!!
Ég hef aldrei fyrr átt hárnæringu í froðu og finnst það auðvitað ómissandi núna. Í lokin spreyjaði ég Root lifter í sömu línu og mér fannst ég fá mjög góða lyftingu í hárið, auk þess sem það ilmar vel. Ég bíð bara spennt eftir næstu nýjung frá Nivea.
Verðin á þessum góðu vörum eru líka algjör snilld og ættu ekki fyrir nokkra muni að stoppa neina pjattrófu í því að opna budduna sína.
Volume Sjampó kr.478
Volume froðunæring kr.620
Volume hárfroða kr.671
Volume Hárlakk kr.663
Volume Root Lifter kr.958
Volume Blow-Dry Styler kr.878
Guðrún Gunnarsdóttir er menntuð í viðskiptafræði en hefur lengst af starfað í tískubransanum. Nú rekur hún heildsölu ásamt eiginmanni sínum. Hún er sérlegur unnandi Parísarborgar en þangað fer hún nokkrum sinnum á hverju ári. Guðrún er hrútur, fædd 1976.