Í gær gáfu liðsmenn iStore í Kringlunni nítjánda iPadinn en eins og við höfum áður sagt frá renna 1000 krónur af hverju seldu tæki í iPad sjóð svo að fötluð börn fái notið góðs af.
Þannig eru allir sem versla í búðinni að láta gott af sér leiða í senn.
Guðfinnur Ari Bachmann sótti sinn iPad og ZooGue tösku í gær en hann verður 6 ára í næstu viku og er þetta því kærkomin afmælisgjöf.
Guðfinnur litli er með CP fjórlömum sem þýðir að hann er verulega hreyfihamlaður. Hann fer um í hjólastól sem hann getur ýtt að nokkru leyti sjálfur. Hreyfiskerðing í höndum er einnig veruleg og getur hann nýtt þær mjög takmarkað. Hann þarf fulla umönnun. Tjáning Guðfinns er mjög takmörkuð og segir hann einungis örfá orð en Guðfinnur sýnir umhverfi sínu mikinn áhuga og er sérstaklega áhugasamur um tónlist.
Það eru miklar líkur á að Guðfinnur Ari gæti nýtt sér iPad vel til að þjálfa fínhreyfingar, tjá sig, hjálpa sér í námi, spila á hljóðfæri og örva þroska og það verður spennandi að fylgjast með honum í framtíðinni!
Brátt verður tuttugasti iPadinn gefin en iStore óskar eftir ábendingum um börn með hreyfihömlun á emailið iborn@istore.is og þau sem hafa sent áður endilega endursendið ábendinguna en iStore stefnir á að halda áfram á þessu ári að gefa mánaðarlega svo að börnin verða um 30 í árslok.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.