Nicole Richie og Joel Madden leggja sig fram um að gera ekki sömu mistök og þeirra eigin foreldrar gerðu.
Í viðtali við Oprhu Winfrey segjast þau hafa verið félagar frá því þau litu hvort annað fyrst augum.
“Og frá því að við gerðum okkur fyrst grein fyrir að við værum að fara að eignast barn saman þá litum við á hvort annað og sögðum: OK, foreldrar okkar beggja eru fráskilinn, við höfum átt erfiða og góða tíma með þeim og við höfum í raun enga hugmynd um hvernig heilbrigt fjöskyldulíf virkar. En við gerum okkur grein fyrir því núna og getum breytt rétt svo við skulum algerlega fara í þetta samhent og sem sterkt teymi.”
Nicole segist leggja ríka áherslu á að útskýra fyrir börnum sínum og reynir að vera eins opin og heiðarleg og hún getur gagnvart þeim. Hún segist jafnframt leggja sig mjög fram um að hlusta á þau.
“Ég verð alltaf að sýna þeim ást og skilning, það er það sem er mikilvægast. Börnin mín eru best þegar ég veiti þeim áheyrn. Ég virkilega geri mitt besta til að útskýra hlutina fyrir þeim því börn vilja heyra sannleikann. Þau eru bara þannig. Þau vilja bara að þú segir þeim satt.”
“Þau finna það á sér ef maður gerir það ekki og þau þekkja mann. Þau þekkja mann betur en maður gerir sjálfur.”
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.