Um helgina gæddi ég mér á hinum ýmsu heilsuvörum frá ITSU en 10-11 er nýlega farið að bjóða upp á þessar ljómandi góðu vörur í miklu úrvali. Hérna fyrir ofan sjáið þið súkkulaðihjúpaðar hrískökur – hægt er að fá þær glúteinlausar með dökku súkkulaði frá Belgíu, mjólkursúkkulaði og hvítu súkkulaði. Það eru þrjár kökur í pakka og kostar hann ekki nema 199 krónur!!
Frá ITSU kom líka fjölbreyttar hnetu- og ávaxtablöndur. Pakkningarnar eru af fínni stærðargráðu fyrir hakkavélar sem kunna sér ekki hóf – jújú, líkt og undirrituð.
Þessi ágæti pakki sem við sjáum hér að lokum hafði ekki af bílferðina heim. Hann bara tæmdist á ljóshraða. Hrikalega ljúffengar edamame baunir, súkkulaðihjúpaðar í belgísku gæðasúkkulaði, að sjálfsögðu og hlaupandi prúðmenni á pakkanum.
Ég mæli eindregið með því að þið prófið þessar vörur. Algjört hnossgæti á góðu verði, kom mér mjög á óvart! Mjög gott.
Guðrún Veiga er mannfræðingur að mennt. Týpískt naut, kann vel að meta veraldleg gæði og þrjósk með eindæmum, fagurkeri og eyðslukló.
Naglalökk eru hennar helsti veikleiki og líkamsrækt stundar hún ekki en viðheldur brennslunni með óhóflegri kaffidrykkju.