Fyrir nokkrum dögum lauk tískuvikunni í New York og því hefur allt verið morandi í módelum og tísku-spekúlöntum á götum New York borgar…
…Það hefur verið nokkuð kalt í New York undanfarið og fólk hefur þurft að klæða sig vel, líka módelin sem hafa verið á hlaupum á milli sýninga á tískuvikunni.
Það er alltaf gaman að skoða götustíl og sérstaklega hjá einhverjum flottustu módelum heims. Hér fyrir neðan er smá albúm með myndum af fínum skvísum. Hlýjar kápur, loð-jakkar, stórir treflar, galla- og leðurbuxur og stígvél voru áberandi.
Þær ná að vera flottar og smart en samt vel klæddar, tækni sem að allir íslendingar ættu að vera búnir að mastera.
Fínt og flott!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.