Í dag fer fram kröfuganga fyrir utan Abercrombie & Fitch í New York en þar ætla unglingar að mótmæla ilmvatninu sem er úðað á allt og alla í búðinni.
Svo megn þykir lyktin að hún leitar út á götu og það er unglingunum ekki vel við.
Þau sem standa að mótmælunum eru samtökin “Teens turning green” – eða ‘Unglingar sem eru að verða grænir’ og þá er ekki átt við unglinga sem eru grænir af klígju heldur umhverfisvæna unglinga.
Þau hafa þegar þrammað fyrir utan búðina í San Fransisco og mótmælt þar.
Áhersla unglinganna er aðallega lögð á efni í ilminum Fierce sem sögð eru geta valdið allskonar skaða eins og t.d. asma, hausverk, þreytu og jafnvel eiga efnin að geta haft skaðleg áhrif á sæðisgæði karla og hegðunarvanda barna.
Hvort sem ilmurinn er öruggur eða ekki þá er það álitamál hvort Abercrombie séu að gera rétt með ilmvatnsgusum sínum og ekki síður háværri tónlist sem ætlar marga móður að æra óstöðuga.
Eitt er þó víst að unglingar á Íslandi fá varla leið á þessu í bráð.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.