Eins og allir sem lesa Pjatt.is vita erum vér rófur einstaklega tilraunaglaðar og tilbúnar í hverskonar gleðskap.
Hvort sem það er að hendast upp á vélsleða, prófa nýjar snyrtivörur, æfa karatespörk eða smakka kokteila eins og enginn sé morgundagurinn þá erum við alltaf geim.
Ef okkur líkar upplifunin þá segjum við frá henni á Pjatt.is – ef ekki þá látum við bara eins og þetta hafi aldrei gerst.
Í gærkvöldi fórum við Marín Manda í smökkunarleiðangur á Apótekið í Austurstræti. Þangað er nú kominn sérlegur kokteilgerðarmeistari frá heimsborginni New York. Sá heitir Carlos og sá kann að töfra þetta fram.
Til dæmis áttum við aldrei von á því að hægt væri að blanda íslenskt Brennivín í kokteil sem manni þætti bara næs… en það gat hann Carlos. Svona eru þessir gestir, þeir sjá stundum það sem við heimamenn sjáum ekki.
Kokteilarnir á þessum sérstaka NY seðli eru sex talsins. Þrír gerðir af heimamanni og hinir þrír af Carlosi (við segjum meira frá heimamanninum seinna). Þú getur smakkað þá frá og með núna til 11 október.
Sá kokteill sem bræddi hjarta okkar og tungu heitir Pinky Promise. Hann er svo góður að flestir myndu eflaust fórna sér á Vog fyrir smakkið. Gersamlega 2 die 4. Hráefnin í honum öll lífræn og þessi fallegi fölbleiki litur kemur af bláberjasafa. Bláberin auðvitað íslensk.
Við smökkuðum líka smá mat með kokteilnum af því það er ekki viturlegt að fá sér kokteila á tóman maga.
Þessar makkarónur eru t.a.m gerðar á Apótekinu og halló!!! Þetta kunna þau. Pistasíu og lakkrís makkarónurnar voru alveg himneskar. Sex stykki kosta 1900 kr og þær renna dásamlega niður með kaffibolla í lok kvölds. Svo er meira að segja gull á sumum þeirra. Hver vill ekki borða gull?
Á smáréttaseðli Apóteksins er einnig hægt að panta þennan humar sem er alveg jafn góður og hann er fallegur. Vatn á tunguna… gleði í bumbuna.
Chili og appelsínubragð af þessum sæta gin kokteil sem heitir Harvest Moon eða uppskerumáni. Minnir á Neil Young. Fóruð þið á tónleikana?
Hér erum við svo með ofsalega sérstakan kokteil sem er m.a gerður úr sjaldgæfum drykk er kallast Mescal. Bubbi karlinn söng um drykkinn í laginu Meskalín fyrir 324 árum og við þennan drykk loðir sú goðsögn að maður geti farið á “tripp” af því að drekka hann.
Kokteilstrákurinn Carlos heldur samt fram að það sé ekki satt… þetta sé bara saga sem hafi verið gerð svo að drykkurinn yrði meira spennandi. Það er svolítið reykt bragð af honum og okkur finnst hann mjög skemmtilega borin fram. Framandi og pínu krassandi kokteill sem Carlos kallar Smooth Criminal.
Marín og Carlos pósa fyrir ljósmyndara Pjattsins (undirritaða). Fallegt fólk, því verður ekki neitað… enda gerum við ekkert nema það sé lekkert. Ha?
Hér erum við með klassískan Tom Collins en það er með betri ginkokteilum sem þú færð. Hættu að panta gin í tónik og biddu næst um Tom Collins. Hann er klassískur NYC kokteill sem margir telja að sé ávanabindandi.
Og síðast en ekki síst er það Crowbar… þessi litli óþekki kokteill sem er samsettur úr krækiberjasafa og Brennivíni. Íslenskara gerist það ekki…
Skál í boðinu! Sjáumst á Apótekinu… þessi upplifun er alveg þess virði að prófa og við mælum sérstaklega með Pinky Promise og Tom Collins… go girl!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.