Undanfarið hef ég fylgst með hönnun Victoria McCrane í London.
Línan sem heitir Neurotica (eða taugaveiklun) er komin inn hjá TopShop en nú hannar Victoria einfaldlega fyrir þá verslun og kallar dæmið “Neurotica For Topshop”. Hér er um að ræða flottar flíkur með svölu prentuðu mynstri sem minnir á einskonar geómetríu úr náttúrunni:
http://www.thisisneurotica.co.uk/
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.