Netflix: Titus úr “Unbreakable Kimmy Schmidt” með sitt eigið Pinot Noir 🍷

Netflix: Titus úr “Unbreakable Kimmy Schmidt” með sitt eigið Pinot Noir 🍷

Tituss-burgess-pinot-noir

Hinn dásamlegi  Titus sem við kynntumst í “Unbreakable Kimmy Schmidt” þáttunum er búin að setja sitt eigið Pinot Noir rauðvín á markað 🍷

Titus Burgess Pinot NoirÞið sem hafið séð fyrstu seríuna bíðið eflaust mjög spenntar eftir þeirri næstu sem verður frumsýnd á Netflix 15. apríl nk en við sem erum allra spenntastar erum auðvitað pínu að tapa okkur yfir þessu víni líka. Hvernig væri nú að hafa flösku klára á frumsýningarkvöldinu!! OMG. 😜

“To be enjoyed by all the fabulous Kings and Kweens. Pinot makes things fun,” segir Titus Burgess um þetta uppátæki sitt.

Vínið má kaupa beint af heimasíðu meistarans sem er hér.

Titus Burgess (já hann heitir sama nafni og karakterinn) er sviðsmenntaður leikari sem sló í gegn í 30 Rock eftir Tinu Fey en hún er einnig handritshöfundurinn að UKS sem hefur þegar hlotið Emmy verðlaun og mikið lof.

Karakterinn Titus dreymir um að verða frægur og er til í að leggja allt í sölurnar. Í einum þættinum ákveður hann að skella í myndband sem hann kallar Pinot Noir, en því miður var hann ekki búinn að semja neinn texta áður en hann keyrði í gang. Pínu vandræðalegt.

Pinot by Tituss er uppskera frá 2014, pinot noir þrúga frá Santa Barbara sýslu í Kaliforníu. Safinn úr berjunum er gerjaður í stáltunnum og svo færður í nýja franska eik í átta mánuði þar sem vínið tekur sig.

Tituss Burgess’ vinnur vínið í samstarfi við Anthony Allport, sem er eigandi Fine Wine Agency, Bespoke Wine Services og Fun Wine Co. Sá hefur um 20 ára alþjóðlega reynslu af kaupum og sölu á víni sem er framleitt fyrir einkaaðila. Þvílík snilld!  

PS. Hér er linkur á grein á mbl.is um hvernig er hægt að kaupa vín af netinu og kostnað við það. 

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest