[youtube]https://youtu.be/Fo8jwJ_2l0c[/youtube]
Í dag er mikill gleðidagur fyrir sjálfa mig og aðra aðdáendur Iris Apfel því Netflix frumsýnir splúnkunýja heimildarmynd um þessa dásamlegu divu og við getum séð hana strax í kvöld!
Iris Apfel er fædd og uppalin í New York. Það styttist í 100 ára afmælið hennar en hún er enn eiturhress og alltaf jafn stylish.
Í þessari heimildarmynd fylgir kvikmyndagerðarmaðurinn Iris og eiginmanni hennar þar sem þau ferðast um, sitja í fremstu röðum á tískusýningum og mæta í búðir að versla ásamt fleiru. Einstaklega dásamleg týpa sem fór fyrst almenninlega á flug þegar hún var 93 ára. Ein af mínum uppáhalds fyrirmyndum í lífinu.
Lestu meira um þessa dásamlegu drottningu í færslu sem ég skrifaði hér. Og ef þú ert ekki enn komin með Netflix þá er bara að lesa þetta sem ég skrifaði HÉR.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.